Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Moldavíu og spilar í undankeppni EM 2019. Í riðlinum mæta þær Moldavíu, England og Aserbaídsjan. Afturelding á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Afturelding óskar Ceciliu og Hafrúnu hjartanlega til hamingju með landsliðsætið og góðs gengis í Moldavíu. Hópurinn …
Stórsigur á bæjarhátíðinni – Afturelding á toppnum
Afturelding er áfram á toppi 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Huginn frá Seyðisfirði á Varmávelli í dag. Vel var mætt á áhorfendapalla í dag en Mosfellsbær bauð bæjarbúum frítt á leikinn í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem fram fer um helgina. Heimamenn í Aftureldingu komust yfir eftir um hálftímaleik með marki frá Wentzel Steinarr …
Frítt á völlinn – Afturelding gegn Huginn á Varmárvelli
Afturelding tekur á móti Huginn í 2. deild karla á Varmárvelli í dag (gervigras) kl. 14:00. Frítt verður á völlinn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem stendur um helgina í Mosfellsbæ. Afturelding er á toppi 2. deildar karla með 33 stig. Æsilegur endasprettur er framundan í 2. deild karla en mörg lið berast um að …
Páll Óskar með stórdansleik að Varmá á laugardag
Páll Óskar verður með stórdansleik í íþróttahúsinu að Varmá næstkomandi laugardag. Páll Óskar hefur komið fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima undanfarin ár og það verður engin breyting á því í ár. Yfir þúsund manns hafa komið saman á þessum frábæra dansleik og hefur gríðarleg stemmning myndast í íþróttahúsinu að Varmá. Forsala fyrir ballið mun fara fram í Vallarhúsinu að …
Afturelding aftur á toppinn
Afturelding er komið á topp 2. deildar karla eftir magnaða endurkomu í toppslagnum gegn Kára í gærkvöld. Leiknum lauk með 2-3 sigri Aftureldingar. Alexander Már Þorláksson og Ragnar Már Lárusson komu heimamönnum í Kára í tveggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins en Elvar Ingi Vignisson náði að minnka muninn fyrir Mosfellinga úr vítaspyrnu. Staðan var því 2-1 í hálfleik. …
Landsliðsverkefni
Davíð Snorri Jónsson, lansliðsþjáflari U-16 hefur valið lokahópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti U16 í Færeyjum dagana 3.-12. ágúst n.k.Afturelding á þar tvo leikmenn, þá Eyþór Aron Wöhler og Róbert Orra Þorkelsson. Afturelding óskar þeim félögum góðs gengis
Magnað maraþon
3. flokkur karla Knattspyrnudeildar Aftureldingar heldur í keppnisferð til Barselóna í sumar. Til að afla fjár til ferðarinnar tóku piltarnir sig til og að spiluðu knattspyrnu sleitulaust í 12 klst, laugardaginn 12. maí síðast liðinn. Vinum, vandamönnum og bæjarbúum gafst svo kostur á að heita á knattspyrnuhetjurnar. Áheitasöfunun gekk mjög vel en á aðra milljón króna söfunuðust. Þetta var langur, …
Aðalfundur knattspyrnudeildar í kvöld
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftureldingar fer fram í kvöld miðvikudaginn 28. febrúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 20.00 í Vallarhúsinu að Varmá. Dagskrá:Hefðbundin aðalfundastörf Félagar eru hvattir til að mæta, sem og allt áhugafólk um knattspyrnumál. Hér má sjá ársskýrslu knattspyrnudeildar Aftureldingar.
Knattspyrnustelpur í landsliðsverkefnum
Afturelding á fjóra fulltrúa í kvennalandsliðsverkefnum í knattspyrnu nú á fyrstu mánuðum ársins.Þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir tóku þátt í U16 úrtaksæfingum helgina 9-11. febrúar. Cecilía Rán var einnig valin til að taka þátt í úrtaksæfingum U17 kvenna. Eva Rut Ásþórsdóttir og Inga Laufey Ágústdóttur taka þátt einnig þátt í þeim æfingum helgina 23 og 24 febrúar. …
Afturelding á tvo fulltrúa í U17 karla
Afturelding á tvo uppalda leikmenn í U17 landsliði karla sem tekur þátt í milliriðli í undankeppni EM. Mótið fer fram í Hollandi 7.-13. mars n.k. Þetta eru þeir Ísak Snær Þorvaldsson sem leikur með Norwich á Englandi og Jökull Andrésson markmaður sem leikur með Reading á Englandi. Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari stýrir liðinu í þessum leikjum. Mótherjar Íslands verða Holland, Tyrkland og Ítalía. …