Páll Óskar með stórdansleik að Varmá á laugardag

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Páll Óskar verður með stórdansleik í íþróttahúsinu að Varmá næstkomandi laugardag. Páll Óskar hefur komið fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima undanfarin ár og það verður engin breyting á því í ár. Yfir þúsund manns hafa komið saman á þessum frábæra dansleik og hefur gríðarleg stemmning myndast í íþróttahúsinu að Varmá.

Forsala fyrir ballið mun fara fram í Vallarhúsinu að Varmá á fimmtudagskvöld milli kl. 18:00-22:00. Einnig verður forsala á heimleik meistaraflokks karla í knattspyrnu sem fram fer á laugardag kl. 14-16. Frítt verður á leik Aftureldingar og Huginn á Varmárvelli og er tilvalið skella sér á leikinn og ná sér í miða.

Dansleikurinn er haldinn til styrktar meistaraflokki karla í knattspyrnu sem er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. Við hvetjum Mosfellinga og Aftureldingarfólk nær og fjær til að fjölmenna. Dansleikurinn hefst kl. 23:00 og stendur fram á rauða nótt.