Starfskraftur óskast – Fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa í 50% starf. Afturelding er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.300 iðkendur í 11 deildum. Um er ræða nýtt starf við umsjón fjármála og daglegan rekstur félagsins.

Helstu verkefni:

  • Launavinnsla
  • Móttaka og greiðsla reikninga
  • Umsjón með viðskiptamannabókhaldi
  • Lausafjárstýring
  • Innheimta
  • Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
  • Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á sviði fjármála er kostur
  • Góð tölvukunnátta og gott vald á Excel
  • Frumkvæði, ábyrgð og faglegur metnaður
  • Rík þjónustulund og færni í samskiptum
  • Þekking og áhugi á íþróttum er kostur

Umsóknarfrestur er til 2. september. Umsóknir skulu berast á netfangið umfa@afturelding.is merktar „Fjármálafulltrúi“

Nánari upplýsingar veitir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar í síma 616 0098 eða með tölvupósti á umfa@afturelding.is