3.flokkur karla í knattspyrnudeild hefur verið sigursæll í sumar. Þeir toppuðu svo frábært tímabil með Íslandsmeistaratitli í flokki C liða á Varmárvelli á sunnudag þar sem þeir unnu Keflavík í lokaleiknum 4-0.Strákarnir eru vel að þessu komnir og varla stigið feilspor í Íslandsmótinu. A og B liðin stóðu sig líka vel í sumar enduðu Íslandsmótið í öðru sæti og þriðja …
Weetosmótið 2017
Í lok ágúst spiluðu 1.100 krakkar fótbolta á Tungubökkum í sannri íslenskri veðráttu Okkar langar að þakka öllum þeim sem lögðu leið sína á Weetos mótið Mótið tókst vel og allir fóru sáttir heim Þeir sem tóku myndir mega endilega deila þeim inn á síðu mótsins. Hlökkum til að sjá ykkur að ári liðnu.
Æfingatímar knattspyrnudeildar
Æfingatafla knattspyrnudeildar er tilbúin. Æfingarnar hefjast þann 13. september. Við hlökkum til að sjá nýja sem og reyndari iðkendur. 2. og 3. flokkur karla er að ljúka sínu keppnistímabili. Æfingatími 2. og 3. flokk karla og 2. flokk kvenna kemur á heimasíðuna á næstu dögum.
Vetrarstarf Aftureldingar 2017-2018
Nú fer vetrarstarfsemi Aftureldingar senn að hefjast. Flestar deildir eru nú þegar byrjaðar að æfa, aðrar hefjast á næstu dögum. Við bendum á að æfingatímar hafa verið settir hérna inn á heimasíðuna. Knattspyrnudeildin hefur nýtt tímabil þann 15. september. Tímatafla þeirra kemur inn á næstu dögum, þangað til er að mestu unnið eftir sumartöflu knattspyrnudeildar.
Við minnum á Weetosmótið
Allar frekari upplýsingar má finna á facebook síðu mótsins https://www.facebook.com/Tungubakkamot/
Tveir fulltrúar í U18 landsliði Íslands
Afturelding á tvo uppalda leikmenn í U18 landsliði Íslands sem fer í æfinga og keppnisferð til Prag í Tékklandi dagana 21.-27.ágúst. Bjarki Steinn Bjarkason og Ísak Snær Þorvaldsson eru okkar fulltrúar í 20 manna hóp. Bjarki Steinn er búinn að eiga frábært tímabil með 2.flokki Aftureldingar í sumar og með frammistöðu sinni er hann búinn að heilla þjálfara meistaraflokks og …
Weetosmót 2017
Knattspyrnudeild Aftureldingar heldur sitt árlega fótboltamót á Tungubökkum helgina 26. og 27. ágúst. Mótsgjald er kr. 2500.- per iðkenda – ekkert staðfestingargjald 6 flokkur spilar á laugardegi 7 flokkur á sunnudegi Skráning fer fram á fotbolti@afturelding.is og líkur henni þann 16 ágúst
Keiluhöllin styður Aftureldingu/Fram
Afturelding/Fram og Keiluhöllin hafa gert með sér samstarfsamning og mun Keiluhöllin styðja við uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Þetta er gleðitíðindi fyrir sameinað lið þessara tveggja félaga sem leikur í 2. deild kvenna og er á toppnum þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð. „Fyrir okkur er það gleðiefni að styðja við bakið á íþróttastarfi í okkar nánasta nágrenni. …
Sigurhelgi á Varmárvelli
Meistaraflokkar kvenna og karla buðu upp á mikla sigurveislu á Varmárvelli um helgina. Stelpurnar okkar byrjuðu á föstudaginn þegar þær tóku á móti Gróttu. Staðráðnar í að gleyma þessu slysalega tapi úr síðustu umferð byrjuðu stelpurnar af miklum krafti og strax á 3ju mínútu skoraði Sigrún Gunndís eftir frábæran snúning og einleik í vítateig Gróttu. Tíu mínútum síðar átti Stefanía …
Knattspyrnumaðurinn Paul Clapson látinn
Breski knattpsyrnumaðurinn Paul Clapson lést í morgun. Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 var hann lykilmaður í 2. deildarliði Aftureldingar sem vann sér sæti í 1. deild. Paul varð markakóngur 2. deildar þetta ár. Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka. Hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar og Íþróttamaður …