Afturelding/Fram og Keiluhöllin hafa gert með sér samstarfsamning og mun Keiluhöllin styðja við uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Þetta er gleðitíðindi fyrir sameinað lið þessara tveggja félaga sem leikur í 2. deild kvenna og er á toppnum þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð. „Fyrir okkur er það gleðiefni að styðja við bakið á íþróttastarfi í okkar nánasta nágrenni. …
Sigurhelgi á Varmárvelli
Meistaraflokkar kvenna og karla buðu upp á mikla sigurveislu á Varmárvelli um helgina. Stelpurnar okkar byrjuðu á föstudaginn þegar þær tóku á móti Gróttu. Staðráðnar í að gleyma þessu slysalega tapi úr síðustu umferð byrjuðu stelpurnar af miklum krafti og strax á 3ju mínútu skoraði Sigrún Gunndís eftir frábæran snúning og einleik í vítateig Gróttu. Tíu mínútum síðar átti Stefanía …
Knattspyrnumaðurinn Paul Clapson látinn
Breski knattpsyrnumaðurinn Paul Clapson lést í morgun. Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 var hann lykilmaður í 2. deildarliði Aftureldingar sem vann sér sæti í 1. deild. Paul varð markakóngur 2. deildar þetta ár. Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka. Hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar og Íþróttamaður …
Sumar 2017
Æfingatafla fyrir sumar 2017. Vinsamlegast athugið þó að kanna facebook og blogsíður varðandi leiki og mótahald í hverjum flokki fyrir sig.
Fullt hús stiga og efsta sætið okkar
Afturelding/Fram vann sannfærandi sigur á Fjarðarbyggð/Leikni/Hetti á Varmárvelli á sunnudag 3-0 í 2.deild kvenna
Öruggur sigur á Varmárvelli
Afturelding/Fram vann öruggan 4-1 sigur á Augnablik á Varmárvelli á miðvikudag í 2.deild kvenna.
Stórsigur á Varmárvelli
Afturelding lagði Tindastól 5-1 á laugardag í 2.deild karla á Varmárvelli.
Strákarnir sigruðu á Höfn.
Afturelding heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deild karlaOkkar strákum er spáð efsta sæti 2. deildar og þeir byrjðu þeir leikinn betur. Wentzel Steinarr Kamban skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðung og stuttu síðar var Magnús Már Einarsson búinn að bæta við. Staðan var 2-0 í hálfleik, en undir lokin bætti Ágúst Leó Björnsson við þriðja mark Aftureldingar og þar við …
Afturelding/Fram með annan sigur í röð
Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu byrjar tímabilið vel í 2.deildinni en liðið vann góðan 2-0 sigur á Álftanesi á föstudagskvöld.
Vinningsnúmer happdrætti mfl. karla, knattspyrna
Í hálfleik á 3-2 sigri Aftureldingar á Hugin um helgina var dregið í happdrætti meistaraflokks karla. Hér eru vinningsnúmerin. Athugið að smella á myndina til að fá hana stærri. Við þökkum öllum sem sýndu stuðning með því að taka þátt sem og öllum þeim sem gáfu vinninga. Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu Aftureldingar.