Nú fer vetrarstarfsemi Aftureldingar senn að hefjast. Flestar deildir eru nú þegar byrjaðar að æfa, aðrar hefjast á næstu dögum. Við bendum á að æfingatímar hafa verið settir hérna inn á heimasíðuna. Knattspyrnudeildin hefur nýtt tímabil þann 15. september. Tímatafla þeirra kemur inn á næstu dögum, þangað til er að mestu unnið eftir sumartöflu knattspyrnudeildar.
Við minnum á Weetosmótið
Allar frekari upplýsingar má finna á facebook síðu mótsins https://www.facebook.com/Tungubakkamot/
Tveir fulltrúar í U18 landsliði Íslands
Afturelding á tvo uppalda leikmenn í U18 landsliði Íslands sem fer í æfinga og keppnisferð til Prag í Tékklandi dagana 21.-27.ágúst. Bjarki Steinn Bjarkason og Ísak Snær Þorvaldsson eru okkar fulltrúar í 20 manna hóp. Bjarki Steinn er búinn að eiga frábært tímabil með 2.flokki Aftureldingar í sumar og með frammistöðu sinni er hann búinn að heilla þjálfara meistaraflokks og …
Weetosmót 2017
Knattspyrnudeild Aftureldingar heldur sitt árlega fótboltamót á Tungubökkum helgina 26. og 27. ágúst. Mótsgjald er kr. 2500.- per iðkenda – ekkert staðfestingargjald 6 flokkur spilar á laugardegi 7 flokkur á sunnudegi Skráning fer fram á fotbolti@afturelding.is og líkur henni þann 16 ágúst
Keiluhöllin styður Aftureldingu/Fram
Afturelding/Fram og Keiluhöllin hafa gert með sér samstarfsamning og mun Keiluhöllin styðja við uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Þetta er gleðitíðindi fyrir sameinað lið þessara tveggja félaga sem leikur í 2. deild kvenna og er á toppnum þegar deildarkeppnin er rétt um hálfnuð. „Fyrir okkur er það gleðiefni að styðja við bakið á íþróttastarfi í okkar nánasta nágrenni. …
Sigurhelgi á Varmárvelli
Meistaraflokkar kvenna og karla buðu upp á mikla sigurveislu á Varmárvelli um helgina. Stelpurnar okkar byrjuðu á föstudaginn þegar þær tóku á móti Gróttu. Staðráðnar í að gleyma þessu slysalega tapi úr síðustu umferð byrjuðu stelpurnar af miklum krafti og strax á 3ju mínútu skoraði Sigrún Gunndís eftir frábæran snúning og einleik í vítateig Gróttu. Tíu mínútum síðar átti Stefanía …
Knattspyrnumaðurinn Paul Clapson látinn
Breski knattpsyrnumaðurinn Paul Clapson lést í morgun. Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 var hann lykilmaður í 2. deildarliði Aftureldingar sem vann sér sæti í 1. deild. Paul varð markakóngur 2. deildar þetta ár. Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka. Hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar og Íþróttamaður …
Sumar 2017
Æfingatafla fyrir sumar 2017. Vinsamlegast athugið þó að kanna facebook og blogsíður varðandi leiki og mótahald í hverjum flokki fyrir sig.
Fullt hús stiga og efsta sætið okkar
Afturelding/Fram vann sannfærandi sigur á Fjarðarbyggð/Leikni/Hetti á Varmárvelli á sunnudag 3-0 í 2.deild kvenna
Öruggur sigur á Varmárvelli
Afturelding/Fram vann öruggan 4-1 sigur á Augnablik á Varmárvelli á miðvikudag í 2.deild kvenna.










