Síðastliðna viku hafa leikmenn frá Aftureldingu tekið þátt í landsliðsverkefni á vegum KKÍ í Kisakallio í Finnlandi. Ótrúlega skemmtilegt íþróttasvæði þar sem allt er til alls og kjöraðstæður fyrir íþróttamenn að taka framförum og verða betri í mjög framsæknu umhverfi. Afturelding átti þrjá leikmenn í U15 ára landsliði drengja þá Björgvin Már Jónsson, Dilanas Sketrys og Sigurbjörn Einar Gíslason. U15 …
Meistaraflokkur karla stofnaður hjá Aftureldingu
Nú á dögunum var tekin ákvörðun að endurvekja meistaraflokks lið undir merkjum Aftureldingar í körfuknattleikslei og stefnt að þáttöku í 2. deild karla á næsta keppnistímabili,´24-´25. Starf körfuknattleiksdeildar Aftureldingar hefur tekið miklum stakkaskiptum undanfarin ár og vaxið fiskur um hrygg í yngri flokkum deildarinnar með gríðarlega mikilli fjölgun iðkenda og fínum árangri. Það er staðföst trú okkar sem að deildinni …
Þrír leikmenn Aftureldingar í 12 manna hóp
Í dag tilkynnti Körfuknattleikssamband Íslands um 12 manna hóp í landsliði U15. Afturelding á þrjá leikmenn í lokahópnum og er þetta í fyrsta sinn sem félagið á fulltrúa í landsliðum Íslands í körfuknattleik. Þessir þrír leikmenn eru Björgin Már Jónsson, Dilanas Sketrys og Sigurbjörn Einar Gíslason en þeir urðu á dögunum Íslandsmeistarar með liði Aftureldingar í 9 flokki. Í vetur …
Sögulegur fyrsti Íslandsmeistaratitill í höfn hjá Aftureldingu
Oddaleikur í 9. flokki drengja fór fram á Meistaravöllum á miðvikudaginn þar sem lið KR tók á móti Aftureldingu. Í fyrsta leik fór Afturelding með sigur á Meistaravöllum. KR jafnaði leikinn í Varmá í leik tvö fyrir fullu húsi stuðningsmanna liðanna og var frábært að sjá fjölda Aftureldingafólks á pöllunum. Oddaleikurinn var hörkuleikur eins og fyrri leikir hjá þessum flottu …
Frábær stemning í Varmá
Í dag fór fram leikur 2 í úrslitaeinvígi Aftureldingar og KR um Íslandsmeistaratitilinn í 9. flokki drengja í körfubolta. Fyrri leikinn sigraði Afturelding vestur í bæ. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér titilinn. KR tók forystu í leiknum og leiddi mestan partinn en undir lokinn náðu okkar menn í Aftureldingu að minnka muninn í 2 stig. En því …
Úrslitaeinvígið heldur áfram í 9. flokki
Á morgun, föstudag, spilar 9.flokkur Aftureldingar í körfubolta leik 2 í úrslitum Íslandsmótsins gegn núverandi bikarmeisturum KR. Þessi elsti spilandi flokkur í körfunni hér í Mosfellsbæ. Leikurinn fer fram í Varmá og hefst klukkan 18:00. Miðaverð á leikinn er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir yngri. Með sigri geta drengirnir tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og væri það …
Sigur á Meistaravöllum
Í kvöld fór fram fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi 9. flokks drengja í körfubolta. KR sem varð í öðru sæti í deildinni í vetur mætti Fjölni í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætti Afturelding liði Stjörnunnar sem var í efsta sæti deildarinnar í vetur. Í þeim leik hafði Afturelding betur. Það var því lið Aftureldingar sem mætti á Meistaravelli í kvöld …
Úrslitaeinvígið hefst í 9. flokki
Í kvöld hefst úrslitaeinvígi 1. deildar í 9. flokki karla í körfubolta. Strákarnir í Aftureldingu tryggðu sig í úrslitaeinvígið eftir hörkuspennandi undanúrslitaleik við Stjörnuna sem fór í framlengingu. Nú tekur við úrslitaeinvígi við KR og er það liðið sem sigrar tvo leiki sem verður Íslandsmeistari. Fyrsti leikurinn verður á heimavelli KR á Meistaravöllum í kvöld þriðjudag og hefst klukkan 19:15. …
9. flokkur í úrslitakeppni Íslandsmótsins
Í kvöld mætti 9. flokkur drengja ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn fór fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan var efst í deildinni eftir leiki vetrarins en Afturelding var í 4. sæti deildarinnar. Liðin hafa mæst tvívegis á yfirstandandi leiktíð og Stjarnan vann í Varmá í haust og eftir áramót fór Afturelding í Garðabæinn og sótti sigur. Það var …
Undanúrslit Íslandsmótsins framundan
Strákarnir í 9.flokki karla leika til undanúrslita um Íslandsmeistaratitill mánudaginn 6. maí n.k. gegn Stjörnunni í Ásgarði Garðabæ. Leikurinn hefst kl 17.30. Bæði lið hafa leikið vel í vetur. Stjörnumenn enduðu efstir í töflunni og fá því heimaleik gegn okkar strákum sem enduðu í 4. sæti deildarinnar eins og fyrr segir. Þetta er í fyrsta skiptið sem flokkur frá körfunni …