Viðurkenning fyrir bestu umgjörð á leikjum í efstu deildum í blaki 2019-2020

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Laugardaginn 13. júní var ársþing Blaksambands Íslands haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ekki var hægt að klára keppnir tímabilsins vegna COVID 19 en einungis ein umferð var eftir af Íslandsmótinu þegar keppni lauk. Kosið var í lið tímabilsins og átti Afturelding 3 fulltrúa í liðinu en eins og fram hefur komið áður þá var María Rún Karlsdóttir valin í kantstöðuna, Thelma Dögg Grétarsdóttir í díó stöðuna og frelsingi liðsins var valin Kristina Apostolova.  Í fyrsta skipti var einnig veitt viðurkenning fyrir bestu umgjörð félags á leikjum í efstu deild, Mizunodeildum karla og kvenna og hlaut Blakdeild Afturelding þann heiður og er stjórn deildarinnar ákaflega stolt af þessum titli því það gefur okkur góða einkunn og hvatningu til að halda áfram á þeirri leið sem við höfum fylgt undanfarin ár. Formaður blakdeildar Aftureldingar, Guðrún Kristín Einarsdóttir, var á ársþinginu og veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd deildarinnar.