Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram í íþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25.-26. Janúar s.l. Afturelding átti 7 keppendur á mótinu sem komu heim með 6 verðlaun. 1 gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og 2 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þau sem komust á verðlaunapall eru:
Arna Rut Arnarsdóttir, íslandsmeistari í kúluvarpi stúlkna 15 ára og 3 sæti í 300 mtr hlaupi. Arna Rut kastaði lengst 10,05 metra í kúluvarpi sem er hennar besti árangur hingað til og hljóp 300 metrana á 51,22 sekúndum.
Gylfi Ingvar Gylfason, 2 sæti í langstökki pilta 20-22 ára. Gylfi Ingvar stökk 6,50 metra sem er aðeins undir hans besta árangri.
Guðmundur Auðunn Teitsson, 2 sæti í kúluvarpi pilta 16-17 ára. Guðmundur Auðunn átti mjög góða bætingu í kúluvarpi á þessu móti og kastaði 13,89 metra.
Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir, 2 sæti í 1500 mtr hlaupi stúlkna 16-17 ára. Hún hljóp á tímanum 6:15,67.
Elsa Björg Pálsdóttir, 3 sæti í þrístökki stúlkna 16-17 ára með stökki uppá 9,56 metra.
Hægt er að sjá öll úrslit mótsins hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00000621