Einn Íslandsmeistaratitill í frjálsum 15-22 ára

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára fór fram á Selfossi helgina 15.-16. júní s.l. í frábæru veðri. Afturelding átti 6 keppendur á mótinu sem voru félaginu til sóma. Keppendur Aftureldingar lönduðu tveimur verðlaunum, þar af einum Íslandsmeistaratitli.

Guðmundur Auðunn Teitsson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta 16-17 ára með kast upp á 12,99 metra.

Elsa Björg Pálsdóttir varð í þriðja sæti í þrístökki stúlkna 16-17 ára með stökk upp á 9,13 metra.

Öll úrslit mótsins er hægt að skoða á www.thor.fri.is