Álafosshlaupið 2019 – úrlist

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Álafosshlaupið fór fram í gær 12. júní að venju að þessu sinni í fábæru veðri þó einhverjir hafi fengið smá mótvind í fangið hluta leiðarinnar. Fyrir aðra var það kærkomin kæling í hitanum.  Brautin er krefjandi á köflum og ekki fljótfarnasta 10 km leið sem hægt er að finna. Meðal annars er hlaupið um skógarstiga, reiðvegi, malarvegi og fleira og það er umtalsverð hækkun og brekkur á leiðinni.

67 þátttakendur kláruðu hlaupið í ár og komu allir brosandi í mark. Allir þátttakendur fegnu verðlaunapening sem sérhannaður var fyrir Álafosshlaupið. Fyrsta Álafosshlaupið var hlaupið árið 1921 og styttist því í aldarafmæli hlaupsins þótt að leiðin hafi breyst mikið frá fyrstu hlaupunum.

Birna Varðardóttir frá Fjölni sigraði kvennaflokkinn á frábærum tíma 43,24, Sigurbjörg Eðvarðsdóttir var önnur (46,27) og Eyrún Ösp Birgisdóttir þriðja (50,46).

Þórólfur Ingi Þórsson frá ÍR-NIKE sigraði karlaflokkinn einnig á frábærum tíma 36,03, Adrian Graczyk varð annar (37,23) og Grétar Brynjólfsson þriðji (41,28).

Alla tíma er hægt að sjá á www.hlaup.is og www.timataka.net fyrir þá sem hafa áhuga.

Stjórn frjálsíþróttadeildarinnar þakkar Mosfellsbakaríi og Álafossbúðinni sérstaklega fyrir stuðninginn og Mosfellsbæ fyrir að fá að gefa öllum þátttakendum frítt í sund eftir hlaupið. Þá þökkum við meistaraflokki UMFA í frjálsum fyrir brautarvörsluna og hjóladeild UMFA fyrir að undan- og eftirfarann sem stóðu sig með stakri prýði. Þá fá að sjálfsögðu allir þátttakendur kærar þakkir fyrir að koma og styrkja barna og unglingastarf í frjálsum í Mosfellsbæ. Sjáumst vonandi aftur að ári.

Stjórnin