Liverpool skólinn vekur alltaf athygli

Þetta skemmtilega myndbrot er frá árinu 2011 þegar Liverpool skólinn var haldinn í fyrsta sinn á Íslandi. Rætt er við káta krakka um upplifunina sem var að þeirra sögn frábær. Í dag starfa og spila þessi kátu krakkar öll með Aftureldingu. Ingólfur er markmannsþjálfari hjá okkur, Tómas Helgi er leikmaður 3. flokks og Hafrún Rakel er leikmaður meistaraflokks, hún hefur einnig spilað fjölda landsleikja og þjálfar hjá Aftureldingu.