Meistaramótinu lokið.

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Dagana 27.- 28. ágúst fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15 – 22 ára. Sjö iðkendur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar tóku þátt í mótinu. Það voru Dóra Kristný Gunnarsdóttir, Erna Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Bergmann Sigfúsdóttir, Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Helga Lára Gísladóttir, Katrín Huld Sólmundsdóttir og Kolbeinn Tómas Jónsson. 
Nokkrir keppenda voru nálægt því að komast á verðlaunapall og bættu árangur sinn frá fyrri mótum. Tvö komust á verðlaunapall og það í nokkur skipti! Erna Sóley Gunnarsdóttir kom heim með þrenn gullverðlaun og er því Íslandsmeistari í kúluvarpi 16 -17 ára stúlkna, (kastaði 13,83 m.), spjótkasti 16-17 ára stúlkna (kastaði 40,73 m. sem var persónulegt met) og í kringlukasti 16-17 ára stúlkna (kastaði 31,50 m., sem var mótsmet). Guðmundur Ágúst Thoroddsen fékk tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Hann er Íslandsmeistari í 200 m. hlaupi 20 -22 ára pilta (hljóp á 22,45 sek.) og í 400 m. hlaupi 20 – 22 ára pilta (hljóp á 50,41 sek.). Hvort tveggja einnig persónuleg met. Guðmundur Ágúst fékk silfurverðlaun í 100 m. hlaupi 20 – 22 ára pilta (hljóp á 11,12 sek., sem var persónulegt met). 
Frjálsíþróttadeild Aftureldingar hefur þjálfað og æft í samstarfi með frjálsíþróttadeild Fjölnis síðastliðið ár og hefur verið mikil samstaða í hópnum og góður andi. Yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar Aftureldingar er Hlynur Chadvick Guðmundsson.
Stjórnin.