Afturelding tekur á móti KA í Mizunodeild kvenna um helgina. Liðin spila 2 leiki, kl 14:00 á laugardag og kl 13:00 á sunnudaginn. Auk þess spila B liðin í 1.deild kl 16:00 á laugardaginn.
Bæði liðin hafa unnið alla sína leiki á leiktíðinni og eru þetta síðustu leikir fyrir jólafrí í deildinni. Búast má við hörkuleikjum milli þessara liða og hvetjum við Aftureldingarfólk til að koma og hvetja stelpurnar okkar áfram.
Ungu stúlkurnar okkar sem spila í 1 deildinni eru einnig ósigraðar og geta tillt sér á topp deildarinanr með sigri.
Áfram Afturelding