Guðmundur Helgi stýrir Aftureldingu út tímabilið

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur skrifað undir samning við Guðmund Helga Pálsson um þjálfun meistaraflokks kvenna í handbolta.

Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar. Hann var áður þjálfari meistaraflokks karla í Fram en fær nú það krefjandi verkefni að stýra kvennaliði Aftureldingar.

„Handknattleiksdeild Aftureldingar er afar stolt að fá svona flottan þjálfara í slaginn með okkur,“ segir Hannes Sigurðsson formaður deildarinnar.

Með Guðmundi og Hannesi á myndinni er Erla Dögg formaður meistaraflokksráðs.