Óskar Markús Íslandsmeistari í stangarstökki

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Vel á þriðja hundrað iðkenda tók þátt í mótinu sem fram fór í Laugardalshöllinni. Undir merkjum Aftureldingar kepptu sjö frjálsíþróttamenn og líkt og áður stóð þeir sig vel. Flestir voru að bæta sig mikið og allir fóru á verðlaunapall, einu sinni eða oftar.
Einn keppenda okkar, Óskar Markús Ólafsson, varð Íslandsmeistari í stangarstökki pilta 16-17 ára og átti góðar tilraunir við nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Guðni Valur Guðnason náði síðan lágmörkum til að komast í Unglingalandsliðshóp en Afturelding á tvo iðkendur þar fyrir.