Unglingalandsmót UMFÍ 2019

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Unglingalandsmótið var haldið á Höfn í Hornafirði nú um verslunarmannahelgina og voru nokkrir keppendur frá Aftureldingu.
Helstu úrslit í frjálsum íþróttum voru þau að:
Isabella Rink var í 1. sæti í Kúluvarpi 13 ára stúlkna ásamt því að vera í 3.sæti í hástökki, 3.sæti í langstökki og í 2.sæti með boðhlaupsveit sem hún var í.
Arna Rut Arnarsdóttir var í 1.sæti í þrístökki stúlkna 14 ára ásamt því að vera í 2.sæti í kúlu, 2.sæti í hástökki og í 1.sæti með boðhlaupsveit sem hún var í.
Elsa Björg Pálsdóttir var í 2.sæti í þrístökki stúlkna 16-17 ára einnig í 3.sæti í hástökki.
Guðmundur Auðunn, Kristinn Dagur og Magnús Aðils voru í 2. sæti með boðhlaupsveit sem þeir voru í.
Örn Ragnarsson var í 3.sæti í 600 metra hlaupi pilta 14 ára.

Einnig var keppt í hinum ýmsu íþróttum, bæði hóp og einstaklingsgreinum sem fulltrúar Aftureldingar tóku þátt í og stóðu sig með stakri prýði og voru félaginu til sóma.

Mótið var frábærlega vel heppnað og skipulag til fyrirmyndar eins og undanfarin ár. Mótið á næsta ári verður á Selfossi og við hvetjum sem flesta til að taka þátt í frábærri fjölskylduskemmtun.

Stjórnin