Silja og Telma leika með Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Tveir nýjir leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Aftureldingar fyrir komandi átök í Olís deildinni.

Silja Ísberg kemur til liðsins frá ÍR. Silja er snöggur og kraftmikill hornamaður sem býr yfir mikilli reynslu.
Telma Rut Frímannsdottir er uppalin í Aftureldingu en þurfti að taka sér hlé frá handbolta vegna náms. Telma er öflugur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum sóknarlega ásamt því að vera grjótharður varnarmaður.

Það er mikil ánægja hjá klúbbnum að stelpurnar hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar.