Afturelding endurnýjar samstarf við Bónus

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Bónus verður áfram einn af styrktaraðilum handknattleiksdeildar Aftureldingar líkt og undanfarin ár. Í morgun var undirritaður nýr samningur þess efnis í nýrri verslun Bónus í Bjarkarholti og mun Bónus áfram styrkja meistaraflokk karla með myndarlegum hætti.

„Samstarfið með Bónus hefur verið mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Aftureldingu og mjög ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram,“ segir Haukur Sörli Sigurvinsson, formaður meistarafloksráðs karla í handbolta hjá Aftureldingu.

„Bónus er stoltur samstarfsaðili Aftureldingar og hefur samstarfið í gegnum árin ávallt verið farsælt. Mosfellingar eiga frábært fólk í íþróttastarfinu í bænum og er þessi samningur staðfesting á því góða starfi sem á sér stað. Bónus hefur verið í hjarta bæjarins í tæp 20 ár en á síðasta ári flutti verslunin úr Þverholti og ný glæsileg verslun kom í staðinn við Bjarkarholt“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.

Afturelding mun leika í undanúrslitum í CocaCola bikarnum um aðra helgi og mætir Stjörnunni í undanúrslitum kl. 20:30 á fimmtudag. Forsala hefst í hádeginu á morgun á Barion.

Mynd: Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, Haukur Sörli Sigurvinsson, formaður mfl. ráðs karla, og Róbert Skúlason (Beisó), verslunarstjóri Bónus í Mosfellsbæ.