Afturelding hafði betur gegn Val á Hlíðarenda

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Aft­ur­eld­ing gerði góða ferð á Hlíðar­enda í dag er liðið vann Val, 28:25, í Olís­deild karla í hand­bolta. Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi all­an tím­ann en Aft­ur­eld­ing var ör­lítið betri á lokakafl­an­um.

Fyrri hálfleik­ur var jafn og spenn­andi all­an tím­ann og munaði aðeins einu sinni meira en einu marki er Aft­ur­eld­ing komst í 11:9. Ann­ars var jafnt á nán­ast öll­um töl­um og var staðan í hálfleik 12:11, Aft­ur­eld­ingu í vil.

Vals­menn fóru bet­ur af stað í seinni hálfleik og eft­ir tíu mín­út­ur af hon­um var staðan orðin 17:15, Val í vil. Aft­ur­eld­ing var fljót að svara og var staðan 18:18 þegar seinni hálfleik­ur var hálfnaður. Jafnræðið hélt svo áfram og var Aft­ur­eld­ing marki yfir þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir, 20:19.

Gest­irn­ir voru svo með 24:22-for­ystu þegar fimm mín­út­ur voru til leiks­loka og varð mun­ur­inn í fyrsta skipti þrjú mörk í stöðunni 25:22 skömmu fyr­ir leiks­lok og fór svo að lok­um að Aft­ur­eld­ing vann.

Tumi Steinn Rún­ars­son skoraði átta mörk fyr­ir Aft­ur­eld­ingu á móti sín­um gömlu fé­lög­um og Vign­ir Stef­áns­son skoraði fimm fyr­ir Val.

Texti: mbl.is

Viðtal við Tuma Stein Rúnarsson
Umfjöllun og viðtal við Einar Andra Einarsson