Afturelding með sigur norðan heiða

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Afturelding er komið í 4. sæti í Olís-deild karla eftir sigur á útivelli gegn KA í kvöld. Loka­töl­ur urðu 30:28, þar sem Mosfellingar léku frábærlega í fyrri hálfleik. Sem betur fer varð slæm byrjun í seinni hálfleik Aftureldingu ekki að falli og bættu rauðir tveimur stigum í sarpinn.

Mos­fell­ing­ar náðu und­ir­tök­un­um strax í upp­hafi leiks og voru fljót­ir að koma sér upp tveggja til þriggja marka for­skoti. Vendipunkt­ur fyrri hálfleiks var hins veg­ar þegar Áki Eg­il­s­nes brenndi af ví­tak­asti sem hefði getað minnkað mun­inn í 10:9. Eft­ir það hrökk allt í baklás hjá KA, Aft­ur­eld­ing skoraði fimm mörk í röð og náði sjö marka for­skoti í fyrsta sinn í leikn­um 15:8. KA-menn náðu aðeins að laga stöðuna áður en fyrri hálfleik­ur var úti en Mos­fell­ing­ar voru með þægi­legt fimm marka for­skot að hon­um lokn­um, 17:12.

Það for­skot var hins veg­ar ekki þægi­legra en það að KA-menn átu það upp á fimm mín­út­um eft­ir hlé. Mos­fell­ing­ar voru al­gjör­lega ráðalaus­ir á meðan KA-menn léku á als oddi og skoruðu fyrstu sex mörk síðari hálfleiks, hvorki meira né minna. Þeir komust yfir í fyrsta sinn í leikn­um 18:17, áður en Mos­fell­ing­ar skoruðu sitt fyrsta mark eft­ir rúm­lega átta mín­útna leik eft­ir hlé.

Eft­ir það var allt í járn­um og gríðarleg spenna þar sem liðin skipt­ust á að hafa for­yst­una. KA-menn misstu hins veg­ar damp­inn eft­ir þessa mögnuðu byrj­un á síðari hálfleikn­um og þol­in­móðir Mos­fell­ing­ar gengu á lagið á ný. Eft­ir miðjan síðari hálfleik skoruðu gest­irn­ir fimm mörk í röð og náðu fjög­urra marka for­skoti á ný, 25:21.

KA-menn náðu ekki að koma til baka í annað sinn í leikn­um og það var Aft­ur­eld­ing sem hrósaði að lok­um sigri 30:28. Elv­ar Ásgeirs­son skoraði sjö mörk fyr­ir Aft­ur­eld­ingu en Áki Eg­il­s­nes hjá KA skoraði átta og voru þeir marka­hæst­ir.

Aft­ur­eld­ing er eft­ir sig­ur­inn með 11 stig ásamt Val í 3.-4. sæt­inu en KA er með sex stig í þriðja neðsta sæti.