Afurelding með góðan útisigur á Víkingi

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Afturelding vann góðan útisigur á Víkingi Reykjavík í Grill66-deild kvenna á föstudagskvöld. Leiknum lyktaði með fjögurra marka sigri Aftureldingar, 18-22. Staðan í hálfleik var 6-11 fyrir Aftureldingu.

Þóra María Sigurjónsdóttir og Kiyo Inage voru atkvæðamestar í liði Aftureldingar en þær skoruðu sjö mörk hvor. Afturelding hefur leikið ákaflega vel síðustu mánuði og tapaði síðast leik í lok október.

Afturelding er í öðru sæti Grill66-deildarinnar með 19 stig í tólf leikjum. Næsti leikur liðsins er sannkallaður toppslagur en þá mætir topplið ÍR í heimsókn að Varmá. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 24. janúar og verður í beinni útsendingu á AftureldingTV.

Staðan í Grill66-deild kvenna