Andlát: Kolbeinn Aron Arnarson

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta og fyrrverandi markvörður Aftureldingar, er látinn. Hann var bráðkvaddur á heimili sínu 29 á að aldri.

Kolbeinn Aron eða Kolli eins og hann var ávallt kallaður lék með Aftureldingu tímabilið 2017-2018. Þar áður hafi hann verið einn af lykilmönnum í velgengi handboltans í Vestmannaeyjum þar sem hann uppalinn. Hjá Aftureldingu var hann fádæma góður liðsmaður, félagi og vinur.

Fráfall Kolbeins Arons er okkur hjá Aftureldingu mikið áfall. Leikmenn meistaraflokks Aftureldingar komu saman í morgun til að minnast og syrgja fyrrum liðsfélaga og vinar.

Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu, vina, Eyjamanna og allra þeirra sem eiga um sárt að binda. Eftir lifir minningin um frábæran félaga sem við eigum öll eftir að sakna.

Ungmennafélagið Afturelding