Bjarki Snær og Böðvar Páll halda til Þýskalands annan í jólum með landsliði U -18

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Bjarki Snær Jónsson markvörður og Böðvar Páll Ásgeirsson skytta keppa með landsliði U -18 á  Victor´s Cup í Saar héraði í Þýskalandi

Liðið fer annan í jólum og leika í riðli með Sviss, Úrvalsliði Saar héraðs og Póllandi.

Leikjaplan Íslands er eftirfarandi:

Þriðjudagur 27.desember
Saar – Ísland kl.17.10

Miðvikudagur 28.desember
Ísland – Pólland kl.10.40
Ísland – Sviss kl.15.20

Fimmtudagur 29.desember
Leikið um sæti

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Bjarka og Böðvari góðrar ferðar.

Áfram Afturelding