Frábær sigur í N1 deild karla á Fram i Safamýrinni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Staðan í hálfleik var 10-11 fyrir okkar menn.
Leikurinn byrjaði ekki nógu vel fyrir okkar menn og komust heimamenn í 6-2 en leikmenn Aftureldingar gáfust ekki upp og  komust inn í leikinn og sneru taflinu í 6-7 á stuttum tíma og svo var allt í járnum fram að hálfleik en okkar menn þó skrefinu á undan.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri ekki nógu vel hjá Aftureldingu en smá saman og með mikilli baráttu tókst okkar mönnum að jafna leikinn og komast yfir sem skilaði svo þessum baráttu sigri.
 Leikmenn aftureldingar lentu í miklu mótlæti hjá arfa slökum dómurum leiksins, og voru okkar menn utan vallar í samtals 22 mínútur á móti 8 mínútum Framara.
Menn létu þetta mótlæti ekki slá sig út af laginu, heldur heldu haus og mikill karakter, liðsheild og barátta skiluðu frábærum sigri. 
Allir leikmenn Aftureldingar eiga hrós skilið fyrir frammistöðu og baráttu i leiknum.
Böðvar Páll fær samt auka hrós fyrir sína frammistöðu en hann skoraði 8 mörk í leiknum auk þess átti Davíð Svans frábæra innkomu í markið og vörnin hjá okkar mönnum var mjög sterk. 
Það er búin að vera mikill stígandi i leik okkar manna undanfarna leiki og ljóst að Reynir Þór þjálfari er að gera mjög góða hluti. Ef menn halda áfram á sömu braut er lost að það verður gaman að fylgjast með liði Aftureldingar i N1 deildinni í vetur.
Næsti leikur er heima  að Varmá í bikarnum mánudaginn 14. nóvember gegn Gróttu. 
Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar menn til sigurs.
Áfram Afturelding
Mynd: Snorri Sturluson
Birt með leyfi SPORT.IS