Gleðilega hátíð kæru iðkendur og foreldrar.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Gleðilega hátíð kæru iðkendur og foreldrar.

 

Barna- og unglingaráð Aftureldingar (BUR) vill byrja á að þakka ykkur fyrir það sem liðið er af árinu og hlökkum mikið til ársins 2023 með ykkur. Minnum á æfingar milli jóla og nýárs, nýliðatilboðið í janúar,  fyrirlesturinn með Loga Geirssyni í Krikaskóla 10. janúar og svo verður fundur í lok janúar varðandi fjáröflun fyrir Partille 2024.

 

Frítt fyrir nýliða í janúar vegna HM í handbolta:

Viljum minna á HM í handbolta hefst 11. Janúar. Í tilefni þess  ætlar BUR að bjóða öllum sem vilja  prufa að æfa handbolta frítt í janúar. Nú er um að gera að taka vinina með á næstu æfingu þar sem stjörnurnar fæðast  Ef einhver vill byrja strax þá er það ekkert mál, bara mæta.

 

Fyrirlestur í Krikaskóla  með Loga Geirssyni 10. janúar kl. 19.30.

BUR ætlar á tvisvar á vorönn að bjóða upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir sína iðkendur og foreldra þeirra. Þeir munu fjalla um ýmis málefni tengd iþróttum.

Þann 10. janúar kl. 19:30 í Krikaskóla verður sá fyrri og mun Logi Geirsson sjá um hann. Skemmtileg tímasetning þar sem HM í handbolta hefst 11. janúar þar sem ísklenska landsliðið ætlar sér stóra hluti.

Fyrirlesturinn fjallar um markmiðasetningu, hugarfar, mataræði, jákvæð samskipti og sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt. Þetta er frábær og skemmtilegur fyrirlestur sem enginn má missa af.

Það verður frítt á fyrirlesturinn fyrir okkar iðkendur og mjög hóflegt gjald fyrir foreldra.

 

Partille 2024:

BUR mun boða til fundar með foreldrum þeirra barna sem fara á Partille 2024 eftir HM í handbolta. Markmið fundarins er að mynda fjáröflunarráð vegna þeirrar ferðar. Við viljum  hvetja foreldra barna fædd 2008 og 2009 að fara hugsa fjáröflunarleiðir.

Markmiðið stórt eða “Frítt á Partille 2024”. Stjórnin er þegar farin að undirbúa þá fjáröflun en nánar um það á þeim fundi.

 

Handboltakveðjur
BUR Aftureldingar

Ólafur Hilmarsson formaður
Ingimundur Helgason meðstjórnandi
Valdís Konráðsdóttir meðstjórnandi
Einar Már Hjartarson gjaldkeri
Gunnar Magnússon yfirþjálfari BUR