Gústaf Adolf Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari meistarflokks kvenna í handboltanum en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið nú á dögunum. Gústaf hefur þjálfað handknattleik í mörg ár og var síðasta vetur þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar en einnig er hann aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands.
Meistaraflokkur kvenna verður nýliði í N1 deildinn í vetur og verður spennandi að fylgjast með þeim.
