Paul McShane til liðs við Aftureldin​gu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Paul kemur til okkar frá Grindavík en hann hefur leikið í úrvalsdeildinni hér heima síðustu ár með Fram og Keflavík auk Grindavíkur.

Gengið hefur verið frá málum hans milli Aftureldingar og Grindavíkur og ætlunin er að hann verði kominn með leikheimild í næsta leik okkar sem er heimaleikur við KF n.k. laugardag.

Afturelding er nú í toppbaráttu 2. deildar, aðeins tveimur stigum frá efstu liðum.  Lið Aftureldingar er að mestu skipað heimamönnum og athygli hefur vakið að aðeins 4 nýjir leikmenn hafa gengið til liðs við félagið á þessu tímabili og þar af eru tveir sem léku með með liðinu að hluta til síðasta sumar. Markmið liðsins er að fara upp í 1. deild í sumar og er ætlunin með komu Paul að tryggja að þau markmið náist.