Handbolti yngri flokkar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Stærsta mót Aftureldingar með 650 kepppendum tókst frábærlega hjá 8. flokki.

Afturelding hélt laugardaginn stærsta mót vetrarins fyrir 8. flokk Þar mættu um 650 krakkar í hús ásamt foreldrum, systkynum, öfum og ömmum. Reikna má með að um 2500 hafi farið í gegnum húsið að Varmá síðastliðinn laugardag. Mótið tókst frábærlega og getum við verið stolt að framkvæmd mótsins. Allir krakkar fengu vegleg verðlaun eða verðlaunapening, Gifflar kanilsnúða, Gifflar bakpoka og innocent barnasafa. Miklar þakkir til ÓJK-ÍSAM ehf fyrir samstarfið.

Afturelding var með sjö lið á mótinu bæði stráka og stelpur. Gleðin var í fyrirrúmi og stóðu krakkarnir sig frábærlega. Fullt af mörkum og vörðum skotum😊 Glæsilegir krakkar og næsta mót hjà 8. flokk verður í febrúar á nýju ári og veit ég að þeim hlakkar mikið til.

Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti

Mynd: lið 8 flokks kvenna og karla um helgina