Úrslit vikunnar og næstu mót
6. flokkur
6. flokkur kvenna stóðu sig frábærlega á sínu öðru Íslandsmóti í vetur. 6 flokkur sendi þrjú lið til leiks á mótið hjá Gróttu. Skemmst er frá því að segja að Afturelding lið 1 sigruðu 2. deild og munu spila í 1. deild á næsta móti. Lið 2 spilaði einnig vel og sigruðu tvo leiki og töpuðu tveimur leikjum. Afturelding lið 3 sigruðu sína deild nokkuð örugglega. Það sem stóð upp úr í þessari velgengni hjá stelpunum var mikil samstaða inn á vellinum, mikil gleði og studdu þær hvor aðra og voru til fyrirmyndar. Öll liðin spiluðu magnaðann varnarleik og markmenn lokuðu oft markinu. Þvílikur hópur og það verður gaman að fylgja stelpunum áfram í vetur og sjá þær blómstra í handboltanum.
Sömu sögum má segja af 6 flokki karla yngra ár sem var á móti hjá ÍR. Lið 1 fór upp í fyrstu deild en þeir unnu tvö leiki töpuðu einum og gerðu einn jafntefli. Lið 2 var í mjög jöfnum riðli eins og sjá má á úrslitunum, þeir gerðu tvö jafntefli, töpuðu tveimur leikjum og öðrum með einum marki. Glæsilegur árangur hjá þessum flottu strákum.
5. flokkur karla
Yngra árið var á móti á Akureyri um helgina og stóðu sig vel. Lið 1 vann tvo leiki og töpuðu tveimur. Lið 2 vann einn leik, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur naumlega. Flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér.
Á þessum link má sjá nánar úrslit yngri flokka þegar þau spila Íslandsmót yngriflokka 2024-2025
5. flokkur og yngri næstu mót/mótaröð 2
· 7. flokkur karla 16.-17. nóvember hjá Haukum í Hafnarfirðinum.
· 7. flokkur kvenna 16.-17. nóvember hjá Stjörnunni í Garðabænum.
3. flokkur og 4. flokkur
Lota tvö er að hefjast í 3. og 4. flokki og hægt að nálgast allar upplýsingar um leiki á heimasíðu HSÍ sjá Stöðutöflur – HSÍ
Minni á handboltapassann þar sem hægt er að sjá flesta leiki 3. og 4. flokks karla og kvenna þegar þeir fara fram.
Minnum einnig á leiki hjá meistarflokki karla og kvenna í vikunni
Á fimmtudagskvöldið spila strákarnir í Olís deildinni við Fjölni á útivelli og föstudagskvöldið stelpurnar í Grill 66 deildinn við Fram2 á heimavelli.
Verum dugleg að koma með krakkana á leiki meistaraflokkanna, þau fá frítt á þessa leiki og alltaf gaman að sjá okkar krakka fylla stúkuna á leikjum og hvetja okkar lið.
Ólafur Hilmarsson formaður BUR handbolti