Jafnt hjá Aftureldingu gegn FH

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding mætti nýkrýndum bikarmeisturum FH í Kaplakrika í gærkvöld í Olís-deild karla. Leikurinn var í járnum lengst af og lyktaði að lokum með jafntefli 22-22 eftir æsispennandi lokamínútur.

Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og fékk ekki á sig mark fyrstu sjö mínútur leiksins. Liðið skoraði fjögur mörk á sama tíma og leiddu því 4-0. FH-ingar tóku sig þó saman í andlitinu og jöfnuðu fljótlega í 6-6. Leikurinn var í járnum eftir það en Afturelding leiddi með minnsta mun í hálfleik, 11-10.

Tumi Steinn skoraði 5 mörk í gær.

Síðari hálfleikurinn var jafn og spennandi en það var ekki fyrr en rúmlega tíu mínútur voru eftir að annað liðið náði meira en eins marks forystu. Þá komst FH 17-15 yfir en aðeins tæplega tveimur mínútum síðar var staðan orðin jöfn á ný 17-17. Að lokum fékk ekkert liðin skilin að og 22-22 jafntefli varð niðurstaðan.

FH er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, líkt og Valur sem er í fjórða sæti. Afturelding er sæti neðar með nítján stig.

Ásbjörn Friðriksson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir FH en markahæstir hjá Aftureldingu voru Finnur Ingi Stefánsson og Tumi Steinn Rúnarsson með fimm mörk hvor. Arnór Freyr Stefánsson var stórkostlegur í marki Aftureldingar þar sem hann varði 24 skot með markvörslu upp á 52%.

„Átti að skora“

„Stig er stig og við vor­um heilt yfir flott­ir í kvöld. Kaplakriki er erfiður úti­völl­ur og við verðum að virða stigið,“ sagði Arn­ór við mbl.is eft­ir leik­inn.

„Það hjálpaði mér mjög mikið hversu vörn­in okk­ar var frá­bær í leikn­um. Leikplanið hjá okk­ur gekk að mestu upp og ég fann mig vel í ramm­an­um. Eina sem ég get kvartað yfir er að ég átti að skora en ég hitti ekki opið markið. Við sýnd­um góðan karakt­er und­ir lok­in að ná að jafna eft­ir að við vor­um komn­ir tveim­ur mörk­um und­ir. Tumi var óhepp­inn að ná ekki að tyggja okk­ur sig­ur­inn en Kristó­fer varði skot hans virki­lega vel.“

Mynd: Arnór Freyr Stefánsson fór hamförum í marki Aftureldingar í gær og var með 52% markvörslu. Hann og vörnin hjá Aftureldingu áttu mjög góðan dag í gærkvöld.