Deildarmeistara í 4.deild kvk B

Blakdeild Aftureldingar Blak

Helgina 16.-18.mars fór fram síðasta umferðin í Íslandsmóti 4.deildar kvenna í blaki en keppt var í B úrslitum. Mótið var haldið á Flúðum og er skemmst frá því að segja að ungu stúlkurnar okkar í 2.og 3.fl gerðu sér lítið fyrir og unnu alla 5 leiki helgarinnar og stóðu þar með uppi sem sigurvegarar B deildarinnar. Virkilega vel gert hjá stelpunum sem hafa tekið mikilum framförum frá því í haust og eiga framtíðina fyrir sér í blakinu.