N1 deild karla handbolti umspil.
Afturelding – Selfoss fimmtudaginn 19. apríl kl 19.30.
Afturelding spilar fyrsta leik sinn í umspili um að halda sæti sínu í N1 deildinni á fimmtudaginn 19. apríl sumardaginn fyrsta kl 19.30 að Varmá.
Andstæðingarnir eru 1.deildar lið Selfoss. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram og það lið sem gerir það mætir Viking eða Stjörnunni, síðar í þessum mánuði.
Leikur númer tvö gegn Selfossi er næsta laugardag kl 16.00 á Selfossi.
Þetta verða hörkuleikir og leikmenn Aftureldingar eru staðráðnir í að leggja allt í sölurnar til að halda sætinu í N1 deildinni á næsta tímabili.
„Rotthöggið“ stuðningsmannaklúbbur Aftureldingar mætir tvíelfdur til leiks og allir mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna á leikina í umspilinu og hvetja Aftureldingu til sigurs.
Áfram Afturelding…..