Öruggur sigur hjá Aftureldingu gegn Akureyri

Aft­ur­eld­ing vann afar ör­ugg­an sig­ur á Ak­ur­eyri, 30:22, í 15. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik að Varmá í dag. Aldrei lék vafi hvor­um meg­in sig­ur­inn félli því Ak­ur­eyr­arliðið stóð Mos­fell­ing­um langt að baki frá nán­ast fyrstu mín­útu leiks­ins. Staðan í hálfleik var 16:12, Aft­ur­eld­ingu í vil, sem sit­ur áfram í fimmta sæti deild­ar­inn­ar, hef­ur nú 17 stig.

Aft­ur­eld­ing­arliðið tók völd­in í leikn­um strax í upp­hafi. Varn­ar­leik­ur liðsins var góður og Arn­ór Freyr Stef­áns­son vel með á nót­un­um í mark­inu. Ak­ur­eyr­ing­ar áttu erfitt upp­drátt­ar. Sókn­ar­leik­ur þeirra gekk illa og varn­ar­leik­ur­inn sömu­leiðis þar sem Birk­ir Bene­dikts­son og Sturla Magnús­son línumaður gerðu þeim gramt í geði fram­an af. Minnst­ur var mun­ur­inn eitt mark, 4:3, eft­ir sjö mín­út­ur en ann­ars var for­skot Aft­ur­eld­ing­ar frá þrem­ur og upp í fimm mörk all­an hálfleik­inn og Ak­ur­eyr­ing­ar aldrei lík­leg­ir til að blanda sér al­var­lega í leik­inn.

Að lokn­um fyrri hálfleik var Aft­ur­eld­ing fjór­um mörk­um yfir, 16:12.

Aft­ur­eld­ing skoraði fimm af fyrstu sjö mörk­um síðari hálfleiks og náði í fyrsta sinn sjö marka for­ystu, 21:14, þegar tæp­ar tíu mín­út­ur voru liðnar af hálfleikn­um. Ak­ur­eyr­ing­ar voru heill­um horfn­ir. Þeir reyndu að leika vörn­ina fram­ar á vell­in­um. Það breytti engu. Aft­ur­eld­ing­ar­menn gengu í gegn­um vörn­ina hvað eft­ir annað. Þegar síðari hálfleik­ur var hálfnaður var mun­ur­inn á liðunum átta mörk, 24:16, Aft­ur­eld­ingu í hag. Mest­ur varð mun­ur­inn skömmu síðar, 25:16, og aft­ur 27:18 nokkru síðar.

Frétt fengin af mbl.is