Afturelding hefur fengið liðstyrk fyrir næsta tímabil í efstu deild kvenna í handknattleik en félagið hefur gert samning við Roberta Ivanauskaitė.
Ivanauskaitė spilar stöðu skyttu og kemur frá Litháen en hún er 22 ára og var á mála hjá þýska fyrstu deildar liðinu Neckarsulmer SU á síðustu leiktíð. Hún hefur átt sæti í landsliði Litháen um nokkurt skeið.
Ivanauskaitė er um 180 cm á hæð og leikur tvíburasystir hennar með Fredrikstad BK í Danmörku. Ivanauskaitė er unnusta Karolis Stropus sem mun leika með karlaliði Aftureldingar næsta vetur og fær Afturelding því góðan liðsauka frá Litháen.
Afturelding vann fyrstu deildina á nýliðnu tímabili og tryggði sér þar með sæti í efstu deild, Olísdeildinni, fyrir næsta vetur. Undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil er í fullum gangi en nýverið endurnýjaði Haraldur Þorvarðarson, þjálfari liðsins, samning sinn við Aftureldingu til tveggja ára.
View this post on Instagram