Roberta Ivanauskaitė til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Aft­ur­eld­ing hef­ur fengið liðstyrk fyr­ir næsta tíma­bil í efstu deild kvenna í hand­knatt­leik en fé­lagið hef­ur gert samn­ing við Roberta Ivanauskaitė.

Ivanauskaitė spil­ar stöðu skyttu og kem­ur frá Lit­há­en en hún er 22 ára og var á mála hjá þýska fyrstu deild­ar liðinu Neckar­sul­mer SU á síðustu leiktíð. Hún hef­ur átt sæti í landsliði Lit­há­en um nokk­urt skeið.

Ivanauskaitė er um 180 cm á hæð og leikur tvíburasystir hennar með Fredrikstad BK í Danmörku. Ivanauskaitė er unnusta Karolis Stropus sem mun leika með karlaliði Aftureldingar næsta vetur og fær Afturelding því góðan liðsauka frá Litháen.

Aft­ur­eld­ing vann fyrstu deild­ina á nýliðnu tíma­bili og tryggði sér þar með sæti í efstu deild, Olís­deild­inni, fyr­ir næsta vet­ur. Undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil er í fullum gangi en nýverið endurnýjaði Haraldur Þorvarðarson, þjálfari liðsins, samning sinn við Aftureldingu til tveggja ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Roberta Ivanauskaitė (@ivanauskaite.r) on