Afturelding og Selfoss léku fyrsta leik sinn í umspili um sæti í N1 deild á næsta ári að Varmá í gær.
Heimamenn unnu öruggan sigur 30-25 eftir að stað í hálfleik var 17-9 fyrir Aftureldingu.
Mosfellingar byrjuðu leikinn að krafti og náðu góðri forystu, en svo jafnaðist leikurinn um miðjan fyrri hálfleik.
Undir lok hálfleiksins tóku leikmenn Aftureldingar góðan sprett og náðu 8 marka forystu í hálfleik.
Í síðari hálfleik jókst munurinn á tímabili, en heimamenn slökuðu á í lokinn en innbirtu öruggan sigur 30-25 eins og áður sagði
Þetta var sigur liðsheildararinnar, Davið var góður í markinu og vörnin sterk á löngum köflum.
Næsti leikur er á morgun laugardag á Selfossi kl 16.00.
Það þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram í síðari umferð umspils og verða þá andsæðigarnir Víkingur eða Stjarnan.
Það verður hörkuleikur á Selfossi á morgun og eru allir Mosfellingar hvattir til að mæta og hvetja okkar menn til sigurs.
Áfram Aturelding…..