5. flokkur karla í handbolta hjá Aftureldingu tók þátt í hinu sterka móti Norden Cup sem lauk í dag. Afturelding stóð sig frábærlega í mótinu og hafnaði í 2. sæti í mótinu eftir tap í úrslitaleik gegn Team Favrskov Håndbold frá Danmörku.
Afturelding fékk boð í mótið sem Íslandsmeistari í 5. flokki og mótið því geysilega sterkt. Hafn Guðmundsson og Aron Valur Gunnlaugsson fengu sérstaka viðurkenningu fyrir frammistöðu sína í úrslitakeppnina.
Við hjá Aftureldingu óskum strákunum innilega til hamingju með árangurinn!