Ísfugl heiðrað fyrir stuðning við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Á uppskeruhátíð Aftureldingar sem fram fór í Hlégarði þann 27. desember sl. var fyrirtækið Ísfugl heiðrað fyrir stuðning sinn við Afturelding. Skapast hefur hefð fyrir því undanfarin ár að heiðra styrktaraðila og/eða velunnara fyrir sitt framlag til Aftureldingar á undanförnum árum á uppskeruhátíðinni.

Í ár var Ísfugl fyrir valinu. Fyrirtækið hefur staðið þétt að baki Aftureldingar á undanförnum árum og verið einn helsti styrktaraðili meistaraflokka handknattleiksdeildar Aftureldingar um árabil.

Jón Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Ísfugls, veitti viðurkenningunni móttöku frá Birnu Kristínu Jónsdóttur, formanni Aftureldingar. Stuðningur Ísfugls og Reykjabúsins til Aftureldingar er ómetanlegur og þökkum við þeim kærlega fyrir stór framlag til íþróttastarfs í Mosfellsbæ!