Afturelding með 6 í kvennalandsliðinu og 3 í karlalandsliðinu á NOVOTEL CUP

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Landsliðsþjálfarar bæði karla og kvenna hafa valið lokahóp sinn sem tekur þátt í NOVOTEL CUP í Luxemborg dagana 3.-5. janúar 2020. Liðin hafa æft undanfarna daga og voru lokahóparnir gefnir út í dag.

Kvennalandsliðið er ungt að árum með reynslubolta í fararbroddi en alls eru 5 leikmenn að spila sinn fyrsta A landsleik í mótinu. Borja og Valal  sem þjálfa kvennlið Aftureldingar eru þjálfarar liðsins og  sjúkraþjálfari  sem fer með er Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir sem einnig spilar með 1.deildar liði Aftureldingar. 6 stúlkur úr Aftureldingu  voru valdar og eru 3 af þeim að fara í fyrsta sinn með A landsliðinu.  Daníela Grétarsdóttir, Kristín Fríða Sigurborgardóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir eru allar að fara í sína fyrstu A – landsliðsferð.  Kristina Apostolva, María Rún Karlsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir eru hins vegar meiri reynsluboltar þar.

Karlamegin eru það Bjarki Sveinsson og Kári Hlynsson sem eru að fara í sínar fyrstu A landsliðsferð en Bjarki hefur keppt fyrir Íslands hönd í strandblaki  og einnig var Sigþór Helgason sem hefur keppt 4 sinnum fyrir Íslands hönd.

Við óskum þeim til hamingju með valið og  góðs gengis á mótinu. Áfram Ísland