Heimamenn byrjuðu vel og komust í 2-0 og fengu mjög góð tækifæri til að auka þann mun enn frekar, en mistök og klúður í dauðafærum varð til þess að norðanmenn gengu á lagið og jöfnuðu metin.
Leikurinn var í járnum fyrstu 20 mínúturnar en þá skildu leiðir og náðu gestirnir þægilegri forystu sem þeir náðu að halda til loka leiksins.
Það býr mun meira í liði Aftureldingar en það sýndi í gær. Hafþór var besti maður liðsins og varði vel, auk þess sem Jóhann lék að eðlilegri getu, en aðrir náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Varnarleikurinn var ekki góður, sóknin hikandi og það vantaði hraðaupphlaup sem eru liðinu mjög dýrmæt.
Þegar þessi hlutir verða komnir í lag þá getur Afturelding unnið hvaða lið sem er í deildinni og vonandi mæta okkar menn klárir í næsta leik sem verður á fimmtudag á móti Val á Hlíðarenda.
Leikurinn var í járnum fyrstu 20 mínúturnar en þá skildu leiðir og náðu gestirnir þægilegri forystu sem þeir náðu að halda til loka leiksins.
Það býr mun meira í liði Aftureldingar en það sýndi í gær. Hafþór var besti maður liðsins og varði vel, auk þess sem Jóhann lék að eðlilegri getu, en aðrir náðu ekki að sýna sitt rétta andlit. Varnarleikurinn var ekki góður, sóknin hikandi og það vantaði hraðaupphlaup sem eru liðinu mjög dýrmæt.
Þegar þessi hlutir verða komnir í lag þá getur Afturelding unnið hvaða lið sem er í deildinni og vonandi mæta okkar menn klárir í næsta leik sem verður á fimmtudag á móti Val á Hlíðarenda.