Þjálfarar Aftureldingar útskrifast með Master Coach gráðuna

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Laugardaginn 29. febrúar útskrifuðust 23 þjálfarar með Master Coach gráðuna.

Þjálfarar Aftureldingar í meistaraflokki, Einar Andri Einarsson og Guðmundur Helgi Pálsson voru þeirra á meðal.

Námið þeirra hófst í byrjun árs 2019 og var námið unnið í samvinnu við HR og EHF en Master Coach gráðan er æðsta gráða í alþjóðlegum handbolta. Var þetta í fyrsta skiptið sem boðið var upp á námið á Íslandi og vill HSÍ þakka HR og EHF fyrir samstarfið.

Afturelding óskar Einari og Guðmundi til hamingju og einnig öllum öðrum þátttakendum!