Þrír Aftureldingarmenn í B landsliði Íslands

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Einar Guðmundsson stýrir B landsliði Íslands og hefur hann valið 14 leikmenn fyrir þetta verkefni.  Afturelding á þrjá leikmenn í þessum hópi og það eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Elvar Ásgeirsson og Gunnar Malmquist Þórsson.  Liðið kemur saman og æfir í dag og á morgun og spila síðan um helgina tvo vináttulandsleiki við Grænland.  Báðir leikirnir fara fram í TM-Höllinni, Garðabæ.
Leikirnir fara fram föstudaginn 13. janúar kl. 20.00 og laugardaginn 14. janúar kl. 18.00

Leikmannahópinn má sjá hér:

Markverðir:                       
Ágúst Elí Björgvinsson, FH
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar
                               
Aðrir leikmenn:                     
Anton Rúnarsson, Valur
Arnar Birkir Hálfdánsson, Fram
Ágúst Birgisson, FH
Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding
Daníel Þór Ingason, Haukar
Einar Sverrisson, Selfoss
Elvar Ásgeirsson, Afturelding 
Elvar Örn Jónsson, Selfoss
Gunnar Malmquist Þórsson, Afturelding
Kristján Orri Jóhannsson, Akureyri
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH 
Þráinn Orri Jónsson, Grótta

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar ykkur innilega til hamingju sem og góðs gengis.