Bikar- og Grand Prix mót í Mosfellsbæ

Ungmennafélagið Afturelding Karate

Karatedeild Aftureldingar heldur uppi fjörinu að Varmá í dag, laugardaginn 27. apríl. Tvö mót á vegum Karatesamband Íslands eru haldin þar í dag. Bikarmótið byrjar kl 9:30-11:00 en þar eru keppendur 16 ára og eldri. Grand prix mótið, þar sem keppendur eru á aldrinum 12-16 ára byrjar kl 12:00-17:00. Mótin er haldin í sal 1 og við hvetjum allt áhugafólk um karate að kíkja í heimsókn.