Oddný Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 15. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Gunnar en þau kepptu bæði í elsta flokkinum, 16-17 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér.

Oddný Íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna

Oddný Íslandsmeistari

Oddný vann 16-17 ára flokkinn nokkuð örugglega annað árið í röð. Hún lýkur því keppni í unglingaflokki með þann frábæra árangur að hafa komist á pall öll keppnisárin sín, en hún vann brons árin 2016, 2017 og 2018 og síðan þá hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn 3 ár í röð í sínum aldursflokki.

.
.
Gunnar með brons – 16-17 ára piltar

Gunnar í 3. sæti

Gunnar Haraldsson keppti í erfiðum flokki 16-17 ára, en í honum eru tveir piltar sem hafa æft og keppt með landsliði Íslands í nokkur ár. Gunnar stóð sig frábærlega og var í öðru sæti eftir riðlakeppnina, og því keppti hann um brons sem hann vann örugglega. Frábær árangur hjá Gunnari, ungur og efnilegur karatemaður.

 

 

 

Oddný og Gunnar með sensei Willem

Tveir dómarar voru frá deildinni á mótinu, þau Elín og Þórður

Elín, Oddný, Gunnar, Willem og Þórður