Reykjavíkurmeistarar – Reykjavik International Games (RIG)

Karatedeild AftureldingarKarate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 24. janúar – 4. febrúar 2019. Þetta er í tólfta sinn sem leikarnir voru haldnir og í sjöunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 27. janúar 2019. Keppendur voru 90 talsins frá 14 félögum, þar á meðal voru 12 erlendir keppendur frá Danmörku, Skotlandi, Hollandi og Þýskalandi.

Tveir keppendur Aftureldingar urðu Reykjavíkurmeistarar í sínum flokkum.

Þátttakendur frá Aftureldingu unnu til eftirfarandi verðlauna:

Oddný Þórarinsdóttir 1. sæti í kata cadet stúlkna
Þórður Jökull Henrysson 1. sæti í kata junior pilta og 3. sæti í kata senior karla
Þorgeir Björgvinsson 2. sæti í kata 13 ára pilta og 2. sæti í kumite 13 ára pilta -55 kg
Gunnar Haraldsson 3. sæti í kata 13 ára pilta
Hugi Tór Haraldsson 5. sæti í kata og kumite cadet pilta

Reykjavíkurmeistarar 2019 í karate

Nálgast má öll úrslit úr keppninni með því að smella hér