Reykjavíkurmeistarar – Reykjavik International Games (RIG)

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 23. janúar – 2. febrúar 2020. Þetta er í þrettánda sinn sem leikarnir voru haldnir og áttunda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 26. janúar 2020. Keppendur voru 108 talsins frá 15 félögum, þar á meðal voru 9 erlendir keppendur frá Skotlandi, Englandi, Hollandi, Þýskalandi og Spáni.

Tveir keppendur Aftureldingar Reykjavíkurmeistarar

Oddný Þórarinsdóttir og Þórður Jökull Henrysson urðu Reykjavíkurmeistarar. Auk þess náði Þórður öðru sæti í senior kata male en aðeins 0,74 stig skildu að fyrsta og annað sætið. Alls tóku fimm keppendur frá Aftureldingu þátt í mótinu og náðu þeir þeim frábæra árangri að lenda í fjórða sæti félaga á mótinu með tvö gull, tvö silfur og eitt brons. Eftirtaldir iðkendur tóku þátt:

Þórður Jökull Henrysson – 1. sæti kata junior male og 2. sæti kata senior male
Oddný Þórarinsdóttir – 1. sæti kata cadet female
Gunnar Haraldsson – 2. sæti kata cadet male
Þorgeir Björgvinsson – 3. sæti kumite cadet -63 kg male
Hugi Tór Haraldsson – 5. sæti kata cadet male

Nálgast má öll úrslit úr keppninni með því að smella hér

Hægt er að horfa á Gunnar, Oddnýju og Þórð í úrslitum í kata cadet male, kata cadet female, junior kata male og senior kata male í Sarpi RUV til 25. apríl 2020 með því að smella hér

Á myndinni má sjá Gunnar, Þorgeir, Oddnýju og Þórð, en það vantar Huga Tór. Fleiri myndir má finna á Facebook síðu deildarinnar