Thelma Rut bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite 2012

Karatedeild AftureldingarKarate

Kristján Helgi Carrasco, úr Víking, vann sem áður sagði í þremur flokkum, í -75kg flokki, opnum flokki karla og í sveitakeppni karla, enda fór hann ósigraður frá öllum sínum viðureignum. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukum, byrjaði á að vinna -67kg flokkinn eftir snarpa bardaga við Sindra Pétursson, Víking, og Elías Guðna Guðnason, Fylki. Í -75kg flokki vann Kristján Helgi nokkuð örugglega eftir góða baráttu við Jóhannes Gauta Óttarsson úr Fylki. Í næsta flokki, -84kg, þá vann Pétur Rafn Bryde úr Víking annað árið í röð en það sama gerði félagi hans úr Víking Diego Björn Valencia þegar hann vann +84 kg flokkinn annað árið í röð. 
Í opnum flokki kvenna mættust í úrslitum Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu, og Helena Montazeri, Víking, þar sem Telma bar sigur úr býtum. Í opnum flokki karla var svo nýr sigurvegari krýndur þegar Kristján Helgi Carrasco bar sigurorð af Diego Birni Valencia en þeir eru báðir úr Víking, þeir félagar kepptu einnig einnig til úrslita í fyrra þar sem Björn vann. Í Sveitakeppni karla þá varði sveit Víkings Íslandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra eftir góða bardaga við sveit Hauka. Í sveit Víkings voru Kristján Helgi Carrasco, Diego Björn Valencie og Pétur Rafn Bryde. Þegar stigin voru svo lögð saman eftir daginn þá stóð Víkingur uppi sem Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna með 20 stig. 
Yfirdómari mótsins var Helgi Jóhannesson og mótsstjóri Agnar B. Helgason.