Afturelding áfram í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Afturelding er komið áfram í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Leikið var á Varmárvelli við ágætar aðstæður.

Selfoss komst yfir gegn Aftureldingu eftir vítaspyrnu á 21. mínútu. Hrvoje Tokic hefur verið iðinn við kolann í vetur og skoraði af punktinum. Ragnar Már Lárusson skoraði næstu tvö mörk leiksins fyrir Aftureldingu sitt hvorum megin við hálfleikinn. Á 72. mínútu jafnaði Valdimar Jóhansson leikinn en mínútu seinna kom Hlynur Magnússon Aftureldingu aftur yfir. Selfoss gerði sitt besta til að jafna en Afturelding hélt út.

Dregið verður í bikarnum næstkomandi þriðjudag og verður spennandi að sjá hver verður næsti mótherji Aftureldingar í bikarnum. Leikdagar í 32-liða úrslitum 30. apríl og 1. maí.