Grátlegt tap fyrir Val í fyrsta leik – Leikur tvö á mánudag

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Einvígi Aftureldingar og Vals í 8-liða úrslitum í Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hófst í gær í Origohöllinni að Hlíðarenda. Valur hafði betur í dramatískum leik þar sem heimamenn náðu að jafna leikinn á lokasekúndunum. Afturelding fékk gullið tækifæri til að vinna leikinn en tókst ekki ætlunarverk sitt og varð að sætta sig við tap í framlengdum leik, 28-25. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22.

Finnur Ingi Stefánsson átti frábæran leik í liði Aftureldingar en hann skoraði 11 mörk. Elvar Ásgeirsson var einnig atkvæðamikill með 8 mörk. Pálmar Pétursson varði 14 skot í markinu.

Framundan er úrslitaleikur á mánudag að Varmá. Afturelding verður að vinna þann leik til að knýja fram oddaleik. Rothöggið mætti með frábæra stemmningu í Origohöllina og kveikti það heldur betur í okkar mönnum sem léku mjög vel lengst af í leiknum og hefðu með örlítilli heppni tekið forystu í einvíginu.

Við hvetjum allt Aftureldingarfólk og Mosfellinga til að fjölmenna að Varmá á mánudag. Leikurinn hefst kl. 14.00. Upphitun hefst á Blackbox kl. 12.00 en þar verða tilboð á pizzum og bjór.

Mætum í rauðu á morgun og hvetjum okkar menn Áfram í einvíginu!

Umfjöllun um leikinn

Böðvar Páll og Gunnar Malmquist eru klárir í slaginn á morgun!