Afturelding – KV á miðvikudag

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Liðin eru jöfn að stigum í efstu sætunum tveimur en KV hefur þó betra markahlutfall og fær að geyma toppsætið örlítið lengur. Liðin hafa 25 stig, einu meira en HK sem kemur næst og svo eru nokkur stig í Sindra, ÍR og Gróttu.

Afturelding er að koma heim eftir þrjá útileiki í röð sem allir hafa endað með jafntefli þannig að sigur er svo sannarlega orðinn tímabær. Fyrri leik Aftureldingar og KV lauk reyndar með jafntefli á gerfigrasinu vestur í bæ og er án efa von á hörkuleik tveggja sterkra liða.

Knattspyrnudeild hvetur nú Mosfellinga til að fjölmenna á völlinn og styðja sína menn – Áfram Afturelding !